Lífið

Villi fær Skodann hennar Hönnu

Hér má sjá Skodan sem Vilhjálmur fær frá borginni.
Hér má sjá Skodan sem Vilhjálmur fær frá borginni.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson núverandi formaður borgarráðs mun láta af því embætti næst komandi fimmtudag. Þá verður boðað til aukafundar í borgarstjórn og formleg meirihlutaskipti fara fram. Hanna Birna Kristjánsdóttir verður borgarstjóri, Óskar Bergsson verður formaður borgarráðs og Vilhjálmur tekur við af Hönnu Birnu sem forseti borgarstjórnar.

Því embætti fylgir bifreið og bílstjóri. Vilhjálmur mun því fá bílinn sem Hanna Birna hefur verið á en það er 2004 árgerð af Skoda Superb.

Billinn er dökkblár bensínbíll en hann er framleiddur í Tékklandi eins og allir aðrir bílar af þessari tegund. Slagrými bifreiðarinnar er 2771 en bíllinn er með V6 vél og er Turbo. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Skoda er bíllinn um átta sekúndur upp í hundrað. Svipaðir bílar hjá Heklu kosta um 1800.000 krónur.

Það má segja að bifreiðin sé ein af lúxuskerrum ráðdeildar borgarinnar. Sem formaður borgarráðs var Vilhjálmur ekki með bifreið og bílstjóra og því má segja að hann geti lagt bíllyklum sínum, og sest í aftursæti lúxuskerrunnar til loka kjörtímabils.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.