Lífið

Hlustið á Sölvu Ford hér

sev skrifar
Landsmenn bíða Sölvu með óþreyju.
Landsmenn bíða Sölvu með óþreyju.
Líklega hefur ekki verið beðið eftir neinu atriði á Menningarnótt með jafn mikilli eftirvæntingu og söng hinnar færeysku Sölvu Ford. Nokkra athygli vakti þegar Ólafur F. Magnússon þáverandi borgarstjóri heillaðist svo af Sölvu að hann bauð henni að koma fram á Menningarnótt.

Ólafur hefur líklega uppgötvað Sölvu, því fáir höfðu heyrt um hana fyrir, og enn færri heyrt í henni. Á því verður hér með gerð bragarbót. Vísi barst hlekkur á síðu færeysks trúarsafnaðar, þar sem er að finna tvö lög í flutningi Sölvu. Gospellagið I'm Free, og hin alkunna slagara Mercedes Benz eftir Janis Joplin.

Það verður spennandi að sjá hvaða ljúfu tóna Sölva býður upp á morgun, en hún hefur upp raust sína á setningarathöfn menningarnætur á Óðinstorgi upp úr eitt.

Lögin er að finna á heimasíðu Lívdinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.