Lífið

Annie Lennox jafnar sig eftir aðgerð

Annie Lennox á baráttufundinum í Mexíkó í byrjun mánaðarins. MYND/AFP.
Annie Lennox á baráttufundinum í Mexíkó í byrjun mánaðarins. MYND/AFP.

Skoska söngkonan Annie Lennox fór nýverið í aðgerð í kjölfar afar kvalafullra bakmeiðsla.

Annie var á alþjóðlegum baráttufundi gegn eyðni í Mexíkó þegar meiðslin gerðu vart við sig og segist hún aldrei áður hafa upplifað eins mikinn verk. Í framhaldinu var flogið með söngkonuna til Bretlands þar sem við tók meðhöndlun lækna.

Talsmaður Annie segir að aðgerðin hafi heppnast einkar vel og tekist hafi að losa um klemmda taug sem talin er stafa af brjósklosi í hrygg. Söngkonan jafnar sig nú á heimili sínu í London.

Vegna veikindanna þarf að breyta dagskrá Annie umtalsvert en á næstunni er meðal annars ráðgert að gefa út 14 laga geisladisk.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.