Innlent

Varaformaður OR: Bjóst við þessari niðurstöðu

Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, segir að niðurstaða Skipulagsstofnunar, um að leggjast gegn Bitruvirkjun, sé í takt við það sem hún hafi búist við. Hún hafi verið talsmaður þessa að vernda útivistarsvæðin við Ölkelduháls, Klambragil og Reykjadal.

Ásta segir að þrátt fyrir að byggingu Bitruvirkjunar hafi verið hafnað telji hún að hugmyndir og vinnubrögð Orkuveitunnar við að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum vegna virkjunarinnar hafi verið til mikillar fyrirmyndar. Hún segist vona að þessi vinnubrögð verði viðhöfð við jarðvarmavirkjanir í framtíðinni.


Tengdar fréttir

Álit vegna Bitruvirkjunar kemur á óvart

Álit Skipulagsstofnunar vegna Bitruvirkjunar á Hellisheiði kemur Hjörleifi Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, á óvart. Eins og fram kom á Vísi í morgun leggst Skipulagsstofnun gegn því að Bitruvirkjun verði reist vegna verulegra neikvæðra og óafturkræfra áhrifa á landslag, útivist og ferðaþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×