Innlent

Vextir af almennum lánum hækka ef ríkisábyrgð verður aflétt

Forstjóri Íbúðalánasjóðs á síður von á því að yfirlýsingar stjórnvalda um breytingar á sjóðnum hafi mikil áhrif á eftirspurn eftir lánum þar á næstu dögum eða viku. Hann telur að vextir á almennum lánum Íbúðalánasjóðs komi til með að hækka ef ríkisábyrgð verður aflétt af lánum sjóðsins.

Ríkisstjórnin tilkynnti fyrir helgina að breytingar yrðu gerðar á Íbúðalánasjóði einkum vegna þess að von er á úrskurði frá Eftirlitsstofnun EFTA um sjóðinn. Ekki hafa verið teknar endanlegar ákvarðanir um breytingarnar en ljóst er að almenn íbúðalán og félagsleg lán verða aðskilin og þau félagslegu efld.

Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir ljóst að ef af breytingum verður þá taka þær sinn tíma. Guðmundur gerir ráð fyrir að fyrir að sá þáttur sem verður tengdur félaglegu hlutverki sjóðsins verði með ríkisábyrgð þannig að þau vaxtakjör ættu að vera svipuð því sem verið hefur. Almenni hlutinn yrði án ríkisábyrgðar og vextir þar myndu því hækka.

Guðmundur á síður von á því að yfirlýsingar stjórnvalda um breytingar á sjóðnum hafi mikil áhrif á eftirspurn eftir lánum þar á næstu dögum eða viku.

Guðmundur segir sjóðinn hafa lánað fyrir 5,2 milljarða króna að meðaltali á mánuði frá því bankarnir byrjuðu að lána. Í mars og apríl lánaði sjóðurinn fyrir fjóra milljarða króna í hvorum mánuði fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×