Innlent

Bjargað úr sjálfheldu í Patreksfirði

Frá Patreksfirði.
Frá Patreksfirði.

Björgunarsveitarmenn á Vestfjörðumi komu í gær manni til aðstoðar sem lenti í sjáheldu fyrir ofan Gjögra í Patreksfirði.

Eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum fóru björgunarmenn upp á fjallið, sigu niður og aðstoðuðu manninn við að komast upp á fjallsbrúnina. Aðstæður munu hafa verið nokkuð erfiðar, bratt og sleipt.

Þetta var í annað sinn á þremur dögum sem manni var bjargað úr sjálfheldu á Vestfjörðum. Á föstudag var erlendum ferðamanni bjargað úr sjálfheldu við Dynjandisfoss í Arnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×