Erlent

Háttsettur foringi FARC skæruliðasamtakanna gefst upp

Einn af æðstu foringjum FARC skæruliðasamtakanna í Kólombíu hefur gefið sig fram og er nú í haldi stjórnvalda.

Foringinn, kona sem ber nafnið Karina, er sökuð um fjölda morða, mannrán og fjárkúgun. Uppgjöf hennar er talin mikil fjöður í hattinn fyrir forseta landsins, Alvaro Uribe, sem gert hefur það að forgangsmáli sínu að ráða niðurlögum FARC.

Skæruliðasamtökin hafa nú barist gegn stjórnvöldum í Kólombíu í fjörutíu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×