Erlent

Maður stunginn í Kaupmannahöfn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Tveir menn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn grunaðir um að hafa stungið þann þriðja í öxl og læri í gærkvöldi.

Lögregla var kölluð að íbúð þar sem tilkynnt hafði verið um háreysti. Mennirnir þrír voru allir þar á staðnum og voru þeir tveir, sem handteknir voru, mjög ölvaðir en sá þriðji í blóði sínu. Hinir handteknu verða yfirheyrðir í dag þegar þeir verða viðræðuhæfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×