Innlent

Ólafur: Hugsanlega hefði verið betra að sleppa málefnasamningnum

Ólafur Friðrik Magnússon, borgarstjóri
Ólafur Friðrik Magnússon, borgarstjóri

Ólafur F. Magnússon borgarstjóri telur að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra og óháðra hefði hugsanlega hlotið betra umtal hefði meirihlutinn sleppt því að setja saman málefnasamning í janúar síðast liðnum. Ólafur vék að störfum meirihlutans og umræðunni um hann á fundi borgarstjórnar fyrr í dag.

Ólafur sagði umræðuna um meirihlutann vera hlutdræga og ósanngjarna þar sem einungis væri hamrað á því neikvæða. Þá sagði hann kjósendur veita borgarstjórn umboð sitt í kosningum þannig að ekki skipti máli hver sigraði í skoðanakönnunum. Betra væri að láta verkin tala og það ætlaði hann að gera.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×