Innlent

Fimmtán hross sluppu í bruna í Þykkvabæ

Nýlega uppgert íbúðarhús gjör eyðilagðist í eldi í Þykkvabæ í nótt. Íbúarnir voru ekki heima en minnstu munaði að fimmtán hross yrðu reyk að bráð.

Það voru nágrannar sem sáu reyk stíga frá húsinu upp úr miðnætti og leggjast í átt að nálægu hestuhúsi. Kölluðu þeir á slökkvilið og hleyptu svo hrossunum út. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var gríðarmikill hiti í húsinu þannig að eldurinn hefur kraumað þar lengi. Slökkvistarf tók nokkrar klukkustundir þar sem eldur var alltaf að gjósa upp aftur, en loks náðist að ráða niðurlögum hans. Eldsupptök eru ókunn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×