Innlent

Rændi banka við hliðina á sýslumanni

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Vilhelm

Upptökur úr eftirlitsmyndavél á húsi sýslumannsins í Hafnarfirði er meðal þess sem skoða á í tengslum við rán í útibúi Landsbankans við Bæjarhraun 16 í morgun. Sýslumaður er í næsta húsi við bankann.

Að sögn Bjarna Bogasonar, deildarstjóra hjá sýslumanninum í Hafnarfirði, er beðið eftir sérfræðingi sýslumanns sem mun ná í myndirnar og svo verður farið yfir þær. Öryggismyndavélin vísar út á bílaplan fyrir framan hús sýslumanns og ef ræninginn hefur hlaupið í norðvestur, í átt að Álftanesi, gætu myndir hafa náðst af honum.

Starfsmenn Hitaveitu Suðurnesja, sem er með skrifstofu að Bæjarhrauni 22, telja sig hafa séð ræningjann og hafa rætt við lögregluna vegna þessa. Að þeirra sögn var maðurinn klæddur í úlpu með hettu og bakpoka og mun hann hafa staðið fyrir utan bankann í einhvern tíma áður en hann lét til skarar skríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×