Guðni: Nú verða allir að sýna ábyrgð 6. október 2008 17:28 Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að nú verði allir að sýna ábyrgð, líka þeir sem fóru offari á vegferð heimsins. Í umræðu um nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar til bjargar efnahagslífinu sagði Guðni að mikilvægt væri að fólk sem liði kvalir og hefði áhyggjur ætti aðgang og fengi upplýsingar um stöðu mála. Það væri mikilvægt að greiða úr þeim vandamálum sem upp kynni að koma.Það væri alveg ljóst að hér væru menn að leggja af stað með öll þau tæki og tól sem yrðu í björgunarbát til þess að bjarga þjóðarskútunni. Guðni sagði þetta annars konar hamfarir en gengið hefðu yfir Íslendinga en gamla fólkið myndi eftir peningakreppu. Það væri hins vegar algjörlega ljóst að það hefði enginn maður farist í þessum hamförum. Við byggjum við þá gæfu að vera rík þjóð og þyrftum að eignast einn þjóðarvilja og eina þjóðarsál þannig við gætum á sem allra skemmstum tíma fengið byr í seglin. Við ættum hafið og landið og hefðum sótt mikinn auð þangað.Guðni benti á að Íslendingar gætu hraðað þeim stóru verkefnum sem væru í undirbúningi, þar á meðal álver í Helguvík og Húsavík. Skammtímavandinn væri hins vegar stór og hann gerði kröfu til þess að allir sýndu ábrygð, líka þeir sem hefðu farið offari á vegferð heimsins. Þeir menn yrðu að koma til samstarfs við ríkisstjórnina við að vinna að vandanum.Guðni sagðist samt ekki getað gert annað en að rifja það upp sem framsóknarmenn hefðu varað við, þessum vanda. Þeir hefðu gagnrýnt ríkisstjórnina frá því að hún hóf störf. Flokkurinn hefði gagnrýnt aðgerðaleysið sem ríkisstjórnin hefði sýnt í kreppunni sem hefði fæðst fyrir um 15 mánuðum. Þá hefði verið ljóst í Bandaríkjunum að hið ódýra fjármagn væri runnið til þurrðar.Guðni sagði þó verkefnið aðeins eitt, að lágmarka skaðann og nú væri um að gera að slíðra sverðin. Hann tryði því að Íslendingar hefðu manndóm og styrk til þess að börnin og komandi kynslóðir sætu ekki áratugum saman í miklum vandamálum. Við værum meistarar að vinna okkur úr kreppu og erfiðleikum og lauk Guðni ræðu sinni á orðunum: „Ýtum úr vör í drottnins nafni." Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að nú verði allir að sýna ábyrgð, líka þeir sem fóru offari á vegferð heimsins. Í umræðu um nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar til bjargar efnahagslífinu sagði Guðni að mikilvægt væri að fólk sem liði kvalir og hefði áhyggjur ætti aðgang og fengi upplýsingar um stöðu mála. Það væri mikilvægt að greiða úr þeim vandamálum sem upp kynni að koma.Það væri alveg ljóst að hér væru menn að leggja af stað með öll þau tæki og tól sem yrðu í björgunarbát til þess að bjarga þjóðarskútunni. Guðni sagði þetta annars konar hamfarir en gengið hefðu yfir Íslendinga en gamla fólkið myndi eftir peningakreppu. Það væri hins vegar algjörlega ljóst að það hefði enginn maður farist í þessum hamförum. Við byggjum við þá gæfu að vera rík þjóð og þyrftum að eignast einn þjóðarvilja og eina þjóðarsál þannig við gætum á sem allra skemmstum tíma fengið byr í seglin. Við ættum hafið og landið og hefðum sótt mikinn auð þangað.Guðni benti á að Íslendingar gætu hraðað þeim stóru verkefnum sem væru í undirbúningi, þar á meðal álver í Helguvík og Húsavík. Skammtímavandinn væri hins vegar stór og hann gerði kröfu til þess að allir sýndu ábrygð, líka þeir sem hefðu farið offari á vegferð heimsins. Þeir menn yrðu að koma til samstarfs við ríkisstjórnina við að vinna að vandanum.Guðni sagðist samt ekki getað gert annað en að rifja það upp sem framsóknarmenn hefðu varað við, þessum vanda. Þeir hefðu gagnrýnt ríkisstjórnina frá því að hún hóf störf. Flokkurinn hefði gagnrýnt aðgerðaleysið sem ríkisstjórnin hefði sýnt í kreppunni sem hefði fæðst fyrir um 15 mánuðum. Þá hefði verið ljóst í Bandaríkjunum að hið ódýra fjármagn væri runnið til þurrðar.Guðni sagði þó verkefnið aðeins eitt, að lágmarka skaðann og nú væri um að gera að slíðra sverðin. Hann tryði því að Íslendingar hefðu manndóm og styrk til þess að börnin og komandi kynslóðir sætu ekki áratugum saman í miklum vandamálum. Við værum meistarar að vinna okkur úr kreppu og erfiðleikum og lauk Guðni ræðu sinni á orðunum: „Ýtum úr vör í drottnins nafni."
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira