Erlent

Einn stærsti ósigur Verkamannaflokksins í áratugi

Gordon Brown, formaður Verkamannaflokksins, á ekki sjö dagana sæla þessa stundina.
Gordon Brown, formaður Verkamannaflokksins, á ekki sjö dagana sæla þessa stundina.

Verkamannaflokkurinn í Bretlandi virðist hafa beðið afhroð í sveitarstjórnakosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Útlit er fyrir að flokkurinn verði sá þriðji stærsti á landsvísu.

Þegar búið var að telja í hundrað af þeim hundrað fimmtíu og níu sveitarstjórnum sem kosið var um kom í ljós að íhaldsflokkurinn hafði bætt við sig 147 sætum, Verkamannaflokkurinnn hafði tapað 162 og frjálslyndir demókratar bætt við sig 9 sætum. Útgönguspá breska ríkisútvarpsins BBC gerir ráð fyrir að íhaldsmenn verði með 44 prósent atkvæða, Frjálslyndir með 25 prósent og verkamannaflokkurinn verði þriðji stærsti flokkurinn með 24 próent.

Eins og staðan er í dag áður en búið er að telja öll atkvæði er um að ræða verstu útkomu flokksins í fjóra áratugi. Í London er barist hart um borgarstjórasttólinn en þar verða tölur ekki birtar fyrr en í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×