Enski boltinn

FIFA ætlar ekki að bregðast við

Cristiano Ronaldo í góðra vina hópi.
Cristiano Ronaldo í góðra vina hópi.

FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, staðfestir að hafa fengið kvörtun frá Manchester United vegna Real Madrid. FIFA segist þó ekki hafa nokkrar sannanir um að Real Madrid hafi brotið einhver lög og mun því ekki bregðast við.

Real hefur ítrekað sýnt áhuga sinn á Cristiano Ronaldo, leikmanni United, og þykir forráðamönnum United að félagið hafi gengið of langt.

Hinsvegar sendi FIFA bréf til knattspyrnusambands Spánar og bað um að forráðamönnum Real Madrid yrðu bent á hvernig reglurnar eru í þessum málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×