Sport

Ford og Citroen keppa áfram

Jari Latvala á flugi á Ford Focus
Jari Latvala á flugi á Ford Focus Mynd: Getty Images

Það var nokkuð áfall í vikunni þegar Subaru tilkynnti að það er hætt í heimsmeistarakeppninni í rallakstri í bili. En Ford og Citroen bílaframleiðendurnir hafa tilkynnt áframhaldandi veru í íþróttinni.

Þá mun Subaru styðja við bakið á einkaaðilum á Subaru, en óljóst er hvað Petter Solberg frá Noregi tekur sér fyrir hendur. Hann hefur verið helsta stjarna Subaru síðustu ár. Liðinu gekk þó ekki sérlega vel síðustu misseri og það er trúlega hluti af skýringunni að Subaru ákveður að hætta, auk efnahagskreppunnar.

Ford sendi frá sér tilkynningu þar sem segir að liðið munu keppa 2009 og rallið hafi reynst sérlega góður vettvangur til að kynna Ford Focus bílinn fyrir almenningi. Miko Hirvonen og Jari Latvala frá Finnlandi eru ökumenn liðsins. Citroen varð meistari í ár með Sebastian Loeb, fimmfaldan meistara sér til fulltingis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×