Enski boltinn

Stóri-Sam vill snúa aftur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Stóri-Sam.
Stóri-Sam.

Sam Allardyce vill ólmur snúa aftur í boltann og biðlar til stjórnarformanna í ensku úrvalsdeildinni að gefa honum tækifæri. Allardyce hefur verið án starfs síðan hann var rekinn frá Newcastle í janúar.

Allardyce náði góðum árangri sem stjóri Bolton en stóð ekki undir væntingum þegar hann var ráðinn til Newcastle. „Ég lít ekki á að ég hafi fallið á prófinu og ég held að allir geri sér grein fyrir því að það sem gerðist hjá Newcastle var ekki bara mér að kenna," segir Allardyce.

„Ég hef verið í fríi í fimm mánuði, fyrsta fríinu mínu frá boltanum í fjórtán ár. Ég hef nýtt þetta frí vel," sagði Allardyce sem vill komast úr þessu fríi og hefur meðal annars verið orðaður við Blackburn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×