Innlent

Drengir í miklum meirihluta þeirra sem þiggja aðstoð og sérkennslu

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/GVA

Tveir þriðju hlutar þeirra nemenda í grunnskólum landsins sem þáðu aðstoð eða sérkennslu á síðasta skólaári eru piltar. Þetta sýna nýjar tölur Hagstofunnar. Alls þáðu um 10.600 nemendur aðstoð eða sérkennslu, sem er um fjórðungur allra grunnskólanema. Er það eilítil fækkun á milli ára.

Meðalfjöldi skóladaga í grunnskólum landsins í fyrra reyndist 179. Skóladagar voru allt frá 172 til 189 með einni undantekningu, en þar voru skóladagarnir aðeins 139. Sá skóli hefur fengið undanþágu fyrir yngstu nemendur vegna skipulags skólaaksturst.

Þá skoðaði Hagstofan einnig prófdaga í grunnskólum og reyndust þeir flestir hjá tíundu bekkingum eins og við var að búast, eða rúmlega sjö.

Samkvæmt lögum er starfstími grunnskóla að lágmarki níu mánuðir og lágmarksfjöldi kennslustunda í 1.-4. bekk skal vera 30 stundir í viku, í 5.-7. bekk skal að lágmarki kenna 35 stundir og í 8.-10. bekk að lágmarki 37 kennslustundir.

Tölur Hagstofunnar sýna einnig að starfsdagar kennara voru að meðatali 13 á síðasta skólaári, fimm á starfstíma skólans og átta dagar utan starfstímans. Vinnudagar grunnskólakennara voru þannig að meðaltali 192 sem er sami fjöldi og skólaárið 2006-2007.

 














Fleiri fréttir

Sjá meira


×