Búast við mikilli röskun á flugi 23. júní 2008 21:26 Flugstoðir hafa samið viðbúnaðaráætlun vegna yfirvofandi verkfalls flugumferðarstjóra næsta mánuðinn þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að allt flug í gengum flugstjórnarsvæði Íslands leggist af á meðan á aðgerðum stendur. Flugumferðarstjórar kynntu í síðustu viku aðgerðir sínar sem miða að því að knýja á um nýjan kjarasamning. Aðgerðirnar snúast um 20 vinnustöðvanir á tímabilinu 27. júní til 20. júli og leggja þeir niður vinnu í fjórar klukkustundir í senn. Flugstoðir ohf., sem sjá um íslenska flugstjórnarkerfið, hafa brugðist við þessu og samkvæmt viðbúnaðaráætlun er gert ráð fyrir að þjónusta við yfirflug í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið sé óskert fyrstu tvo verkfallsdagana á milli kl. 7 og 11 þótt flug til landsins leggist af og flug frá landinu verði takmarkað við tvær flugvélar frá Keflavíkurflugvelli á hverri klukkustund. ,,Í framhaldinu má búast við að þjónusta við alþjóðaflugið verði fyrir verulegum truflunum. Í viðbúnaðaráætlun Flugstoða er gert ráð fyrir að allt flug í gegnum flugstjórnarsvæði Íslands leggist af meðan á verkfallsaðgerðum stendur eftir fyrstu tvo verkfallsdagana," segir í tilkynningu Flugstoða. Þannig fellur allt innanlandsflug niður á verkfallstímanum, sem stendur í fjórar klukkustundir í senn, verkfallsdagana tuttugu en verkföllin hefjast ýmist kl. 7, 8 eða 9. Full þjónusta verður þó við sjúkra- og neyðarflug á meðan á verkfallsaðgerðum stendur. Þá segir í tilkynningunni að röskun á millilandaflugi muni magnast þegar verkföllin skella á dag eftir dag. ,,Á verkfallstímanum munu engar flugvélar á leið til landsins lenda hérlendis. Ekkert innanlandsflug verður á verkfallstímanum, sem hefur í för með sér að a.m.k. fjögurra klukkustunda seinkun flugi. Búast má við að þessar seinkanir hafi veruleg óþægindi og kostnað í för með sér fyrir ferðamenn auk þess sem flugfélögin verða fyrir miklum aukakostnaði," segja forsvarsmenn Flugstoða. Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Flugstoðir hafa samið viðbúnaðaráætlun vegna yfirvofandi verkfalls flugumferðarstjóra næsta mánuðinn þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að allt flug í gengum flugstjórnarsvæði Íslands leggist af á meðan á aðgerðum stendur. Flugumferðarstjórar kynntu í síðustu viku aðgerðir sínar sem miða að því að knýja á um nýjan kjarasamning. Aðgerðirnar snúast um 20 vinnustöðvanir á tímabilinu 27. júní til 20. júli og leggja þeir niður vinnu í fjórar klukkustundir í senn. Flugstoðir ohf., sem sjá um íslenska flugstjórnarkerfið, hafa brugðist við þessu og samkvæmt viðbúnaðaráætlun er gert ráð fyrir að þjónusta við yfirflug í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið sé óskert fyrstu tvo verkfallsdagana á milli kl. 7 og 11 þótt flug til landsins leggist af og flug frá landinu verði takmarkað við tvær flugvélar frá Keflavíkurflugvelli á hverri klukkustund. ,,Í framhaldinu má búast við að þjónusta við alþjóðaflugið verði fyrir verulegum truflunum. Í viðbúnaðaráætlun Flugstoða er gert ráð fyrir að allt flug í gegnum flugstjórnarsvæði Íslands leggist af meðan á verkfallsaðgerðum stendur eftir fyrstu tvo verkfallsdagana," segir í tilkynningu Flugstoða. Þannig fellur allt innanlandsflug niður á verkfallstímanum, sem stendur í fjórar klukkustundir í senn, verkfallsdagana tuttugu en verkföllin hefjast ýmist kl. 7, 8 eða 9. Full þjónusta verður þó við sjúkra- og neyðarflug á meðan á verkfallsaðgerðum stendur. Þá segir í tilkynningunni að röskun á millilandaflugi muni magnast þegar verkföllin skella á dag eftir dag. ,,Á verkfallstímanum munu engar flugvélar á leið til landsins lenda hérlendis. Ekkert innanlandsflug verður á verkfallstímanum, sem hefur í för með sér að a.m.k. fjögurra klukkustunda seinkun flugi. Búast má við að þessar seinkanir hafi veruleg óþægindi og kostnað í för með sér fyrir ferðamenn auk þess sem flugfélögin verða fyrir miklum aukakostnaði," segja forsvarsmenn Flugstoða.
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira