Lífið

Lesbíurnar rífast um Lindsay Lohan

Lindsay ásamt ónefndri vinkonu.
Lindsay ásamt ónefndri vinkonu.

Fjölmiðlar fá ekki nóg af lesbíuævintýri leikkonunnar Lindsay Lohan.

Ekki hefur áhuginn dofnað eftir að fyrsta lesbíuást Lindsay leysti frá skjóðunni um meint ástarsamband sem hún upplifði með leikkonunni.

Lindsay og Courtney Semel.

Lindsay hefur af þeim sökum lagt sig fram við að vekja athygli á ástarsambandi hennar og bresku Samönthu Ronson, sem hefur staðið yfir síðan í sumar.

„Allir halda að Samantha sé fyrsta lesbíuævintýri Lindsay. Staðreyndin er hins vegar sú að við vorum mjög ástríðu­fullar á tímabili," er haft eftir Courtney Semel þegar hún viðurkenndi opinberlega að hún og Lindsay voru elskendur.

Lindsay og Samantha.

Courtney er sár því hún heldur því fram að Lindsay hafi hætti með henni þegar hún kynntist Samönthu.

Meðfylgjandi eru myndir af Lindsay og núverandi kærustu, Samönthu, sem teknar voru af þeim í vikunni sem leið í verslunarleiðangri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.