Innlent

Telja sig hafa farið eftir ábendingum skipulagsyfirvalda í einu og öllu

Verðlaunatillagan um nýbyggingu LHÍ.
Verðlaunatillagan um nýbyggingu LHÍ.

Aðstandendur samkeppni um nýbyggingu Listaháskóla Íslands, Samson Properties og Listaháskóli Íslands, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar þeir segja m.a. að efnt hafi verið ,,til samkeppninnar með vitund og vilja borgaryfirvalda og farið var eftir ábendingum skipulagsyfirvalda í einu og öllu í forsendum keppninnar. Dómnefnd tók jafnframt fullt tillit til sjónarmiða skipulagsyfirvalda í sinni vinnu."

Deila hefur myndast um verðlaunatillögu +Arkitekta og sögðu Torfusamtökin til að mynda verðlaunatillöguna mikla vonbrigði. Borgarstjórinn í Reykjavík tók undir þá gagnrýni og sagðist hann ekki ætla að samþykkja tillöguna í núverandi mynd.

Í yfirlýsingunni segir jafnframt að ,,einhugur ríkti í dómnefnd um að verðlaunatillagan geti skapað það virka samspil milli skólans og miðborgarlífsins sem leitað var eftir í samkeppninni auk þess sem hún upphefji söguleg einkenni borgarhverfisins og þjóni vel þörfum skólans.

Aðstandendur samkeppninnar hafa átt í góðum samskiptum við skipulagsráð og treysta því að tillaga að breyttu deiliskipulagi fái faglega, málefnalega og ítarlega umfjöllun í ráðinu."








Tengdar fréttir

Sorgleg staða vegna Listaháskólans

Stjórn Torfusamtakanna harmar þá sorglegu stöðu sem upp er komin með áformum Listaháskóla Íslands um niðurrif sögulegrar húsaraðar við Laugaveg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×