Innlent

Tveimur í viðbót sagt upp hjá Kaupþingi

Líkt og fram kom í fréttum í gærkvöldi sagði Kaupþing upp þremur yfirmönnum bankans í gær. Tveir í viðbót hafa nú bæst í þann hóp en það eru Benedikt Sigurðsson upplýsingafulltrúi og Jónas Sigurgeirsson forstöðumaður samskiptasviðs bankans. Jónas segist skilja sáttur við bankann eftir níu ára starf.

Bjarki H. Diego yfirmaður fyrirtækjasviðs, Þórarinn Sveinsson yfirmaður eignastýringar og Guðný Arna Sveinsdóttur sem hefur verið yfir rekstrar- og fjármálasviði var öllum sagt upp í gær. Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Nýja Kaupþings sagði að með uppsögnunum væri verið að skerpa skilin á milli gamla og Nýja Kaupþings.

Í samtali við Vísi segist Jónas skilja sáttur við bankann eftir 9 frábær ár og segist ætla að taka því rólega næstu vikur og mánuði. „Það eru tækifæri víða og það er ýmislegt sem ég gæti hugsað mér að taka mér fyrir hendur. Nú er bara að hefjast nýr kafli í mínu lífi og ég hverf frá Kaupþingi mjög sáttur og stoltur af mínum störfum," segir Jónas.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×