Erlent

Gríðarleg flóð í Brasilíu

MYND/AP

Að minnsta kosti fimmtíu manns eru taldir af eftir gríðarleg flóð og aurskriður í suðurhluta Brasilíu í gær og í dag. Miklar rigningar orsökuðu hamfarirnar og hafa tugþúsundir manna þurft að yfirgefa heimili sín sökum flóðanna. Í fylkinu Santa Catarina hefur verið lýst yfir neyðarástandi og eru hjálparstarfsmenn á bátum og þyrlum að reyna að bjarga fólki sem lent hefur í sjálfheldu.

Forseti landsins, Luiz Inacio Lula da Silva segir að stjórnvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að aðstoða íbúa fylkisins en um 150 þúsund manns búa nú við rafmagnsleysi. Búist er við því að tala látinna eigi eftir að hækka og er fjölda fólks saknað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×