Á að fjármagna skólastarf með lánsfé? Hjalti Þór Vignisson skrifar 26. september 2008 06:00 Hjalti Þór Vignisson skrifar um fjármál sveitarfélaga Á síðustu árum hefur Jöfnunarsjóður sveitarfélaga staðið undir meira en þriðjungi skatttekna sveitarfélagsins Hornafjarðar. Undanfarin tvö ár hefur ríkið beitt sér fyrir því að efla sjóðinn og framlög úr honum hafa ásamt aðhaldi í rekstri sveitarfélagsins leitt til þess að skuldir sveitarsjóðs hafa lækkað umtalsvert. Þær nema nú innan við helmingi af árlegum tekjum hans. Mikilvægi Jöfnunarsjóðs fyrir sveitarfélag eins og Hornafjörð er því hafið yfir allan vafa. Án Jöfnunarsjóðs er hætta á að þau sveitarfélög sem staðið hafa höllum fæti þurfi að fjármagna lögbundna grunnþjónustu á borð við leik- og grunnskóla með lánum. Eins og nú háttar til á lánamörkuðum innanlands og utan eru möguleikarnir ekki margir og kjörin sem bjóðast óhagstæð. Lántaka við núverandi aðstæður myndi aðeins leiða til vítahrings sem örðugt yrði að brjótast út úr. Það er því full ástæða til að taka undir efnisatriði yfirlýsingar sem stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti nýverið, þar sem lögð var áhersla á að leiða til lykta samningaviðræður við ríkið um fjármál sveitarfélaga. Yfirlýsingin var send til sveitarstjórnarmanna, þingmanna og fjölmiðla. Í henni er m.a. lögð áhersla á að 1.400 milljóna króna aukaframlag til sveitarfélaga utan vaxtarsvæða verði áfram greitt í Jöfnunarsjóð eins og undanfarin ár. Ef rétt er á málum haldið á Jöfnunarsjóður sveitarfélaga að geta orðið eitt besta tæki stjórnvalda til jöfnunar á lífsskilyrðum og tækifærum í landinu. Sveitarfélagið Hornafjörður teygir sig yfir meira en 200 km eftir hringveginum; frá Hvalnesskriðum í Lóni og vestur fyrir Gígjukvísl á Skeiðarársandi. Á þessu stóra svæði búa 2.200 manns, þar af um 1.650 á Höfn. Fjarlægð Hafnar í Hornafirði frá öðrum stórum byggðakjörnum kallar á öfluga og víðtæka þjónustu sveitarfélagsins við íbúa þess. Í raun má segja að samfélagið í sveitarfélaginu verði að vera sjálfu sér nægt um flesta hluti. Þetta hefur gengið eftir, en til að tryggja samkeppnisstöðu svæðisins gagnvart öðrum landshlutum þarf að halda vel á spilum og fjármunum. Hornafjörður leggur áherslu á að ríkisstjórnin komi myndarlega að eflingu Jöfnunarsjóðs. Aðgerðaleysi á þeim vettvangi er bein ávísun á ójöfn lífsgæði. Mörg sveitarfélög myndu ekki hafa burði til að veita þjónustu sem nútíminn krefst. Það gefur auga leið að Jöfnunarsjóður skiptir mjög miklu máli fyrir Hornafjörð. Til að sinna verkefnum sínum í víðfeðmu og strjálbýlu sveitarfélagi þarf aðra tekjustofna en fasteignagjöld og útsvar. Þjóðarsál Íslendinga endurspeglast í þeirri grundvallarkröfu að allir landsmenn njóti sömu tækifæra hlutdeildar í lífsgæðum nútímans án tillits til búsetu. Að sveigja af þeirri leið árið 2008 væri stórt skref aftur á bak. Höfundur er bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Hjalti Þór Vignisson skrifar um fjármál sveitarfélaga Á síðustu árum hefur Jöfnunarsjóður sveitarfélaga staðið undir meira en þriðjungi skatttekna sveitarfélagsins Hornafjarðar. Undanfarin tvö ár hefur ríkið beitt sér fyrir því að efla sjóðinn og framlög úr honum hafa ásamt aðhaldi í rekstri sveitarfélagsins leitt til þess að skuldir sveitarsjóðs hafa lækkað umtalsvert. Þær nema nú innan við helmingi af árlegum tekjum hans. Mikilvægi Jöfnunarsjóðs fyrir sveitarfélag eins og Hornafjörð er því hafið yfir allan vafa. Án Jöfnunarsjóðs er hætta á að þau sveitarfélög sem staðið hafa höllum fæti þurfi að fjármagna lögbundna grunnþjónustu á borð við leik- og grunnskóla með lánum. Eins og nú háttar til á lánamörkuðum innanlands og utan eru möguleikarnir ekki margir og kjörin sem bjóðast óhagstæð. Lántaka við núverandi aðstæður myndi aðeins leiða til vítahrings sem örðugt yrði að brjótast út úr. Það er því full ástæða til að taka undir efnisatriði yfirlýsingar sem stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti nýverið, þar sem lögð var áhersla á að leiða til lykta samningaviðræður við ríkið um fjármál sveitarfélaga. Yfirlýsingin var send til sveitarstjórnarmanna, þingmanna og fjölmiðla. Í henni er m.a. lögð áhersla á að 1.400 milljóna króna aukaframlag til sveitarfélaga utan vaxtarsvæða verði áfram greitt í Jöfnunarsjóð eins og undanfarin ár. Ef rétt er á málum haldið á Jöfnunarsjóður sveitarfélaga að geta orðið eitt besta tæki stjórnvalda til jöfnunar á lífsskilyrðum og tækifærum í landinu. Sveitarfélagið Hornafjörður teygir sig yfir meira en 200 km eftir hringveginum; frá Hvalnesskriðum í Lóni og vestur fyrir Gígjukvísl á Skeiðarársandi. Á þessu stóra svæði búa 2.200 manns, þar af um 1.650 á Höfn. Fjarlægð Hafnar í Hornafirði frá öðrum stórum byggðakjörnum kallar á öfluga og víðtæka þjónustu sveitarfélagsins við íbúa þess. Í raun má segja að samfélagið í sveitarfélaginu verði að vera sjálfu sér nægt um flesta hluti. Þetta hefur gengið eftir, en til að tryggja samkeppnisstöðu svæðisins gagnvart öðrum landshlutum þarf að halda vel á spilum og fjármunum. Hornafjörður leggur áherslu á að ríkisstjórnin komi myndarlega að eflingu Jöfnunarsjóðs. Aðgerðaleysi á þeim vettvangi er bein ávísun á ójöfn lífsgæði. Mörg sveitarfélög myndu ekki hafa burði til að veita þjónustu sem nútíminn krefst. Það gefur auga leið að Jöfnunarsjóður skiptir mjög miklu máli fyrir Hornafjörð. Til að sinna verkefnum sínum í víðfeðmu og strjálbýlu sveitarfélagi þarf aðra tekjustofna en fasteignagjöld og útsvar. Þjóðarsál Íslendinga endurspeglast í þeirri grundvallarkröfu að allir landsmenn njóti sömu tækifæra hlutdeildar í lífsgæðum nútímans án tillits til búsetu. Að sveigja af þeirri leið árið 2008 væri stórt skref aftur á bak. Höfundur er bæjarstjóri sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun