Innlent

Kríuvarp hrunið við Sandgerði og á Garðskaga

Kríuvarp er hrunið í grennd við Sandgerði og við Ásgarð á Garðskaga, en varpið fór vel af stað í vor.

Þetta er því þriðja árið í röð sem kríuvarp misferst á þessum slóðum, að sögn Víkurfrétta. Svo virðist sem skyndilegur fæðuskortur valdi þessu, eftir að töluvert af sandsíli var við Reykjanes í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×