Innlent

Náttúruvernd aldrei verið nauðsynlegri

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segir að náttúrvernd hafi aldrei verið nauðsynlegri en einmitt nú.
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segir að náttúrvernd hafi aldrei verið nauðsynlegri en einmitt nú.

Aldrei áður hefur verið eins nauðsynlegt að meta gaumgæfilega allar líklegar afleiðingar framkvæmda í náttúrunni og einmitt nú, að mati Þórunn Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra.

Þórunn segir í Morgunblaðsgrein í dag að margir telji að samhliða núverandi efnahagslægð þurfi að slaka á kröfum um umhverfisvernd. Þvert á móti segir Þórunn að hægt sé að færa rök fyrir því að aldrei hafi verið eins nauðsynlegt að meta allar afleiðingar við framkvæmdir.

Þórunn bendir á að Ísland tróni efst á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þau ríki þar sem velsæld ríkir og ef Íslendingar hafi ekki efni á að gera umhverfisvernd hátt undir höfði og meta áhrif framkvæmda sé erfitt að vænta þess af öðrum þjóðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×