Sport

Tomescu vann maraþonið

Elvar Geir Magnússon skrifar

Constantina Tomescu frá Rúmeníu vann sigur í maraþonhlaupi kvenna í Peking í nótt. Hún hljóp á tveimur klukkustundum, 26,44 mínútum. Í öðru sæti var Catherine Ndereba frá Kenýa.

Augu margra beindust að Paulu Radcliffe frá Bretlandi sem stefndi á að bæta Ólympíugulli við frábæran feril sinn. Hún náði sér hinsvegar ekki á strik og hafnaði í 23. sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×