Innlent

Sigurjón hafði aðstöðu hjá Nýja Landsbankanum

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans.

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrum bankastjóri Landsbankans, er hvorki með aðstöðu né aðgang að húsnæði eða gögnum Nýja Landsbankans. Aftur á móti hafði Sigurjón afnot af húsnæði bankans fyrstu vikurnar eftir starfslok hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýja Landsbankanum.

,,Að gefnu tilefni vill Landsbankinn (NBI hf.) taka fram að fyrrverandi bankastjórar koma ekki á neinn hátt að rekstri bankans, né hafa þeir aðstöðu eða aðgang að húsnæði og gögnum bankans.

Sigurjón Þ. Árnason hafði afnot að húsnæði í Pósthússtræti á fyrstu vikum eftir formleg starfslok hans og á þeim tíma var hann m.a. skilanefndinni til upplýsingagjafar.

Vert er að taka fram að eftir að NBI hf. tók til starfa var Lögfræðisvið bankans, sem áður var til húsa í Pósthússtræti 11, flutt í Austurstræti. Öll aðstaða var þó fyrir hendi og bankinn enn bundinn af leigusamningi," segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×