Erlent

Mótmælendur ráðast að gríska sendiráðinu í London

Mótmælendur komu sér fyrir við inngang sendiráðsins.
Mótmælendur komu sér fyrir við inngang sendiráðsins. MYND/AP
Um hundrað mótmælaendur reyndu að ráðast til inngöngu í gríska sendiráðið í London fyrir stundu. Mótmælendurnir rifu niður gríska fánann af þaki byggingarinnar og kveiktu í honum.

Sky fréttastofan hefur eftir fólki í hópnum að það vilji með þessu sýna samstöðu með mótmælendum í Grikklandi. Óeirðir hafa geisað í fjölda borga þar undanfarna þrjá daga eftir að lögregla skaut fimmtán ára dreng til bana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×