Lífið

Jessica Alba þráir að komast aftur í gott form

Leikkonan Jessica Alba, 27 ára, sem eignaðist stúlku 7. júní síðastliðinn er að eigin sögn byrjuð að stunda líkamsrækt því hún þráir að komast aftur í gott form.

Hún hreyfir sig 20 mínútur daglega og borðar eingöngu hollustufæði.

Fyrstu myndirnar af stúlku Jessicu birtust umheiminum í OK! tímaritinu.

Cash Warren, eiginmaður Jessicu, segir í tímaritinu OK! hve undrandi hann var að sjá eiginkonu sína sitja hljóðan þegar stúlkan fæddist.

Leikkonan líkir fæðingunni við góða hugleiðslu, svo vel gekk henni að fæða stúlkuna.

Nýbökuð mamman blólmstrar eins og sést á myndum sem teknar voru af henni með stúlkuna á leið í skoðun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.