Erlent

Hryðjuverkamenn taldir beita lífefnavopnum fyrir 2013

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Authorsden.com

Miklar líkur eru taldar á því að hryðjuverkamenn muni beita lífefnavopnum einhvers staðar í heiminum einhvern tímann á næstu fimm árum. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar sem bandaríska þingið skipaði til að kafa ofan í starfsaðferðir hryðjuverkamanna.

Helst óttast menn veiruna H1N1 sem er sú sama og olli spænsku veikinni svokölluðu árið 1918. Í höndum vísindamanna, sem kynnu að beita henni, segir nefndin að búast mætti við margfalt fleiri dauðsföllum en þeim 40 milljónum, sem urðu fyrir 90 árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×