Áhyggjufull móðir varar við perra á Álftanesi Breki Logason skrifar 30. september 2008 13:46 Frá Álftanesi MYND/GVA „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemur því hann kom líka í fyrra og svo aftur núna þegar það fór að rökkva," segir áhyggjufull tveggja barna móðir á Álftanesi en fjölskylda hennar hefur lent í miðaldra feitlögnum perra með gleraugu í tvígang. Maðurinn hefur legið á glugga heimilisins og fyrir skömmu lá hann í runna í garðinum og horfði á dótturina sem lá í heitum potti. „Ég hélt nú að þetta væri búið í fyrra en þegar það fór að rökkva kom hann aftur. Ég vil bara láta foreldra hér á Álftanesi vita og kann enga aðra leið," segir móðirin sem hafði samband við Vísi. Maðurinn kom í fyrra á gluggann þegar foreldrarnir voru uppi í sumarbústað og fylgdist með dóttur hennar og syni, sem eru 18 og 20 ára gömul. Móðirin veit ekki hver maðurinn er en lýsir honum sem miðaldra feitlögnum manni með gleraugu. „Stelpan er miður sín yfir þessu og þorir ekki að vera ein heima á daginn." Í fyrra vetur kom maðurinn inn á lóð heimilisins, fór inn á pallinn og lá með nefið upp við gluggann. „Síðan kom hann aftur núna þar sem dóttir mín og kærasti hennar voru í heita pottinum. Hann horfir á stelpuna sem verður skelkuð og hleypur inn." Kærastinn fer síðan út til þess að loka pottinum og læsa hurðum en þá liggur maðurinn á bak við tré í garðinum og er enn að glápa inn um gluggann að sögn móðurinnar. „Þetta er rosalega skuggalegt." Lögreglan kom á staðinn í fyrravetur en þá var maðurinn á bak og burt. „Í fyrra þegar hann kom fór strákurinn út til þess að slökkva ljósin og læsa þegar þau ætluðu að fara að sofa. Þá sér hann hvar hann stendur í horninu og er að glápa inn um gluggann á herbergi dóttur minnar. Hann spyr hvað hann sé að gera og hann svarar því þá til að hann sé að fá sér frískt loft." Móðirin er handviss að um sama mann sé að ræða en veit ekki til þess að aðrar fjölskyldur í hverfinu hafi lent í svipuðu. „Þetta gerist í skjóli myrkurs og ég vil bara að foreldar á Álftanesi viti af þessum perragangi." Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemur því hann kom líka í fyrra og svo aftur núna þegar það fór að rökkva," segir áhyggjufull tveggja barna móðir á Álftanesi en fjölskylda hennar hefur lent í miðaldra feitlögnum perra með gleraugu í tvígang. Maðurinn hefur legið á glugga heimilisins og fyrir skömmu lá hann í runna í garðinum og horfði á dótturina sem lá í heitum potti. „Ég hélt nú að þetta væri búið í fyrra en þegar það fór að rökkva kom hann aftur. Ég vil bara láta foreldra hér á Álftanesi vita og kann enga aðra leið," segir móðirin sem hafði samband við Vísi. Maðurinn kom í fyrra á gluggann þegar foreldrarnir voru uppi í sumarbústað og fylgdist með dóttur hennar og syni, sem eru 18 og 20 ára gömul. Móðirin veit ekki hver maðurinn er en lýsir honum sem miðaldra feitlögnum manni með gleraugu. „Stelpan er miður sín yfir þessu og þorir ekki að vera ein heima á daginn." Í fyrra vetur kom maðurinn inn á lóð heimilisins, fór inn á pallinn og lá með nefið upp við gluggann. „Síðan kom hann aftur núna þar sem dóttir mín og kærasti hennar voru í heita pottinum. Hann horfir á stelpuna sem verður skelkuð og hleypur inn." Kærastinn fer síðan út til þess að loka pottinum og læsa hurðum en þá liggur maðurinn á bak við tré í garðinum og er enn að glápa inn um gluggann að sögn móðurinnar. „Þetta er rosalega skuggalegt." Lögreglan kom á staðinn í fyrravetur en þá var maðurinn á bak og burt. „Í fyrra þegar hann kom fór strákurinn út til þess að slökkva ljósin og læsa þegar þau ætluðu að fara að sofa. Þá sér hann hvar hann stendur í horninu og er að glápa inn um gluggann á herbergi dóttur minnar. Hann spyr hvað hann sé að gera og hann svarar því þá til að hann sé að fá sér frískt loft." Móðirin er handviss að um sama mann sé að ræða en veit ekki til þess að aðrar fjölskyldur í hverfinu hafi lent í svipuðu. „Þetta gerist í skjóli myrkurs og ég vil bara að foreldar á Álftanesi viti af þessum perragangi."
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira