Áhyggjufull móðir varar við perra á Álftanesi Breki Logason skrifar 30. september 2008 13:46 Frá Álftanesi MYND/GVA „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemur því hann kom líka í fyrra og svo aftur núna þegar það fór að rökkva," segir áhyggjufull tveggja barna móðir á Álftanesi en fjölskylda hennar hefur lent í miðaldra feitlögnum perra með gleraugu í tvígang. Maðurinn hefur legið á glugga heimilisins og fyrir skömmu lá hann í runna í garðinum og horfði á dótturina sem lá í heitum potti. „Ég hélt nú að þetta væri búið í fyrra en þegar það fór að rökkva kom hann aftur. Ég vil bara láta foreldra hér á Álftanesi vita og kann enga aðra leið," segir móðirin sem hafði samband við Vísi. Maðurinn kom í fyrra á gluggann þegar foreldrarnir voru uppi í sumarbústað og fylgdist með dóttur hennar og syni, sem eru 18 og 20 ára gömul. Móðirin veit ekki hver maðurinn er en lýsir honum sem miðaldra feitlögnum manni með gleraugu. „Stelpan er miður sín yfir þessu og þorir ekki að vera ein heima á daginn." Í fyrra vetur kom maðurinn inn á lóð heimilisins, fór inn á pallinn og lá með nefið upp við gluggann. „Síðan kom hann aftur núna þar sem dóttir mín og kærasti hennar voru í heita pottinum. Hann horfir á stelpuna sem verður skelkuð og hleypur inn." Kærastinn fer síðan út til þess að loka pottinum og læsa hurðum en þá liggur maðurinn á bak við tré í garðinum og er enn að glápa inn um gluggann að sögn móðurinnar. „Þetta er rosalega skuggalegt." Lögreglan kom á staðinn í fyrravetur en þá var maðurinn á bak og burt. „Í fyrra þegar hann kom fór strákurinn út til þess að slökkva ljósin og læsa þegar þau ætluðu að fara að sofa. Þá sér hann hvar hann stendur í horninu og er að glápa inn um gluggann á herbergi dóttur minnar. Hann spyr hvað hann sé að gera og hann svarar því þá til að hann sé að fá sér frískt loft." Móðirin er handviss að um sama mann sé að ræða en veit ekki til þess að aðrar fjölskyldur í hverfinu hafi lent í svipuðu. „Þetta gerist í skjóli myrkurs og ég vil bara að foreldar á Álftanesi viti af þessum perragangi." Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemur því hann kom líka í fyrra og svo aftur núna þegar það fór að rökkva," segir áhyggjufull tveggja barna móðir á Álftanesi en fjölskylda hennar hefur lent í miðaldra feitlögnum perra með gleraugu í tvígang. Maðurinn hefur legið á glugga heimilisins og fyrir skömmu lá hann í runna í garðinum og horfði á dótturina sem lá í heitum potti. „Ég hélt nú að þetta væri búið í fyrra en þegar það fór að rökkva kom hann aftur. Ég vil bara láta foreldra hér á Álftanesi vita og kann enga aðra leið," segir móðirin sem hafði samband við Vísi. Maðurinn kom í fyrra á gluggann þegar foreldrarnir voru uppi í sumarbústað og fylgdist með dóttur hennar og syni, sem eru 18 og 20 ára gömul. Móðirin veit ekki hver maðurinn er en lýsir honum sem miðaldra feitlögnum manni með gleraugu. „Stelpan er miður sín yfir þessu og þorir ekki að vera ein heima á daginn." Í fyrra vetur kom maðurinn inn á lóð heimilisins, fór inn á pallinn og lá með nefið upp við gluggann. „Síðan kom hann aftur núna þar sem dóttir mín og kærasti hennar voru í heita pottinum. Hann horfir á stelpuna sem verður skelkuð og hleypur inn." Kærastinn fer síðan út til þess að loka pottinum og læsa hurðum en þá liggur maðurinn á bak við tré í garðinum og er enn að glápa inn um gluggann að sögn móðurinnar. „Þetta er rosalega skuggalegt." Lögreglan kom á staðinn í fyrravetur en þá var maðurinn á bak og burt. „Í fyrra þegar hann kom fór strákurinn út til þess að slökkva ljósin og læsa þegar þau ætluðu að fara að sofa. Þá sér hann hvar hann stendur í horninu og er að glápa inn um gluggann á herbergi dóttur minnar. Hann spyr hvað hann sé að gera og hann svarar því þá til að hann sé að fá sér frískt loft." Móðirin er handviss að um sama mann sé að ræða en veit ekki til þess að aðrar fjölskyldur í hverfinu hafi lent í svipuðu. „Þetta gerist í skjóli myrkurs og ég vil bara að foreldar á Álftanesi viti af þessum perragangi."
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira