Fótbolti

Ljungberg hættur með landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ljungberg í leik með West Ham.
Ljungberg í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images
Freddie Ljungberg hefur tilkynnt að hann hefur leikið sinn síðasta leik með sænska landsliðinu. Hann mun einbeita sér þess í stað að ferli sínum með Íslendingaliðinu West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

„Staðreyndin er einfaldlega sú að það líkamlega áreiti sem fylgir því að leika bæði með félagsliði og landsliði hefur tekið sinn toll," sagði Ljungberg í bréfi sem birtist á vefútgáfu Helsingborg Dagbladet í Svíþjóð.

„Þess vegna hef ég ákveðið að einbeita mér að því að spila með West Ham."

Ljungberg hefur ítrekað átt við meiðsli að stríða á undanförnum árum en hann gekk til liðs við West Ham í fyrra eftir að hafa verið níu ár í herbúðum Arsenal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×