Erlent

Hillary sigurstrangleg í Kentucky

Hillary Clinton er hvergi nærri af baki dottin.
Hillary Clinton er hvergi nærri af baki dottin.

Hillary Clinton vinnur forkosningar demókrata í Kentucky, samkvæmt spám Fox fréttastofunnar. Hins vegar er talið að Barack Obama hafi betur í Oregon. Kosið var í báðum þessum ríkjum í dag.

Hugsanlegt er að Obama hafi náð meirihluta kjörmanna sem munu velja frambjóðanda á flokksþingi demokrata í haust. Clinton gæti þó sigrað með því að fá fleiri ofurkjörmenn kosna. Hingað til hefur Obama þó notið meiri stuðnings á meðal þeirra. Stjórnmálaskýrendur eru því komnir á þá skoðun að Clinton eigi litla möguleika á því að hljóta útnefningu demókrata sem forsetaefni.

Clinton þráast hins vegar við að gefast upp og Obama hefur enn ekki lýst yfir sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×