Innlent

Neistaflug frá háspennustaur olli sinubruna í Ölfusi

Eldglæringar og neistaflug frá háspennustaur ollu sinubruna í Ölfusi á fimmta tímanum í nótt og var slökkviliðið í Hveragerði kallað á vettvang til að slökkva eldinn.

Þá voru menn frá Rafmagnsveitum ríkisins kallaðir út til að hemja glæringarnar. Ekki liggur fyrir hvað gerðist, en rafmagn virðist ekki hafa farið af nálægum bæjum þrátt fyrir allt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×