Innlent

Fleiri kynferðisbrotamál gegn börnum nú en á öllu síðasta ári

Það sem af er þessu ári hafa fleiri kynferðisbrotamál gegn börnum komið á borð lögreglunnar en á öllu síðasta ári.

Karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að sjö börn og fullorðnir kærðu hann fyrir kynferðisbrot.

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í apríl en gæsluvarðhaldinu var framlengt síðastsliðinn fimmtudag til 14. maí. næstkomandi

Öll brotin áttu sér stað þegar fólkið var á barnsaldri en þau ná allt til ársins 1980. Rannsókn lögreglu er ekki lokið en fjölmargir hafa verið yfirheyrði í tengslum við málið.

Tilkynntum kynferðisbrotum gegn börnum hefur fjölgað all verulega. Á þessu ári hefur 51 mál komið á borð lögreglunnar en allt árið í fyrra voru málin hins vegar fjörtíu og fjögur talsins - og árið þar á undan þrjátíu og níu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×