Enski boltinn

Riise kominn til Roma

Elvar Geir Magnússon skrifar
Riise á förum frá Liverpool.
Riise á förum frá Liverpool.

Vinstri bakvörðurinn John Arne Riise er genginn til liðs við ítalska liðið Roma. Frá þessu er greint á vefsíðu félagsins en Roma kaupir Riise á fjórar milljónir punda frá Liverpool.

Riise er 27 ára en hann hefur leikið með Liverpool frá 2001. Hann hefur síðustu ár verið ansi umdeildur meðal stuðningsmanna Liverpool.

Með þessari sölu fær Rafa Benítez aukin fjárráð til leikmannakaupa en hann hefur í allnokkurn tíma sóst eftir kröftum Gareths Barry, leikmanns Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×