Erlent

Þrír látnir eftir bílsprengingu í Pétursborg

MYND/AP

Þrír létust og fjórði maðurinn særðist alvarlega þegar bíll sprakk í loft upp nærri neðanjarðarlestarstöð í Pétursborg í Rússland í morgun. Frá þessu greindi öryggismálaráðuneyti Rússlands.

Handsprengja mun hafa verið í bílnum sem sprakk en ekki liggur fyrir hvort hinir látnu voru inni í eða nærri honum þegar hann sprakk. Reuters greinir frá því að Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hafi verið á ferðinni nærri Pétursborg þegar sprengingin varð en öryggismálaráðuneytið vildi ekki tjá sig um það hvort tengsl væru á milli sprengjutilræðisins og heimsóknar Pútíns.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×