Innlent

Kjaradeilu háskólamenntaðra vísað til sáttasemjara

Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM.
Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM.

Samninganefnd ríkisins ákvað í dag að vísa kjaradeilu BHM og þriggja stéttafélaga til ríkissáttasemjara. Samstarfshópur stéttarfélaganna fundaði með Samninganefnd ríkisins og sáttasemjara í dag og eftir fimm klukkustunda fund var ákveðið að málið færi á borð ríkissáttasemjara.

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM og talsmaður hópsins segir að tími hafi gefist til að ræða ýmis mál á fundinum. „Þó er ekki tímabært að ræða nein smáatriði fundarins. Deilunni hefur nú verið vísað til sáttasemjara þar sem aðilar náðu ekki saman" segir Guðlaug ennfremur.

Ríkissáttasemjari hefur boðað hópinn á sinn fund næstkomandi miðvikudag, 25. júní, klukkan 13.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×