Fullyrðingar um hótanir byggðar á misskilningi 4. september 2008 21:48 Frá Þeystareykjum. „Nei, ég hef ekkert sagt um það að við ætluðum að kæra," segir Franz Árnason, stjórnarformaður Samorku. Samorka, sem eru samtök orku- og veitufyrirtækja, skoruðu í dag á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sína um að álver á Bakka og tengdar framkvæmdir fari í sameiginlegt umhverfismat. Ef ekki næðist ásættanleg niðurstaða í þeim efnum teldi stjórnin nauðsynlegt að dómstólar skæru úr um lögmæti úrskurðar Þórunnar Sveinbjarnadóttur umhverfisráðherra. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, sagði í samtali við Vísi í dag að það væri makalaust að stjórn Samorku, sem skipuð væri forsvarsmönnum stærstu orkufyrirtækja landsins sem jafnframt eru í opinberri eigu, skyldi leyfa sér að hóta stjórnvöldum að leita til dómstóla ef ákvörðunin yrði ekki endurskoðuð. Þá sagði Álfheiður að stjórn Samorku hefðu ekki fært nein rök fyrir því að úrskurður umhverfisráðherra væri ólöglegur. Franz segist aldrei hafa fullyrt neitt um að úrskurðurinn væri ólögmætur. „En ég hef sagt að hann væri óheppilegur og hefði áhrif á fyrirtæki sem ætluðu að framleiða orku. Ég hef ekki sagt að úrskuður umhverfismálaráðherra væri ólöglegur. Ég hef hins vegar sagt að hann kynni að vera ólöglegur," segir Franz. Franz segir fullyrðingar Álfheiðar um málshöfðun vera byggðar á misskilningi „Samorka leitar ekki til neins. Það gera málsaðilar," segir Franz og vísar þar til Þeyrstareykja og Landsvirkjunar. Franz tekur hins vegar skýrt fram að iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, hefði fullyrt að úrskurður umhverfisráðherra myndi ekki hafa áhrif á tímaáætlanir varðandi álver á Bakka. „Ef að öll orð sem hafa fallið um að ekkert tefðist eru rétt þá munu Þeystareykir ekkert gera," segir Franz. Verði hins vegar töf á framkvæmdum muni Þeystareykir skoða vandlega þann möguleika að leita réttar síns. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
„Nei, ég hef ekkert sagt um það að við ætluðum að kæra," segir Franz Árnason, stjórnarformaður Samorku. Samorka, sem eru samtök orku- og veitufyrirtækja, skoruðu í dag á stjórnvöld að endurskoða ákvörðun sína um að álver á Bakka og tengdar framkvæmdir fari í sameiginlegt umhverfismat. Ef ekki næðist ásættanleg niðurstaða í þeim efnum teldi stjórnin nauðsynlegt að dómstólar skæru úr um lögmæti úrskurðar Þórunnar Sveinbjarnadóttur umhverfisráðherra. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, sagði í samtali við Vísi í dag að það væri makalaust að stjórn Samorku, sem skipuð væri forsvarsmönnum stærstu orkufyrirtækja landsins sem jafnframt eru í opinberri eigu, skyldi leyfa sér að hóta stjórnvöldum að leita til dómstóla ef ákvörðunin yrði ekki endurskoðuð. Þá sagði Álfheiður að stjórn Samorku hefðu ekki fært nein rök fyrir því að úrskurður umhverfisráðherra væri ólöglegur. Franz segist aldrei hafa fullyrt neitt um að úrskurðurinn væri ólögmætur. „En ég hef sagt að hann væri óheppilegur og hefði áhrif á fyrirtæki sem ætluðu að framleiða orku. Ég hef ekki sagt að úrskuður umhverfismálaráðherra væri ólöglegur. Ég hef hins vegar sagt að hann kynni að vera ólöglegur," segir Franz. Franz segir fullyrðingar Álfheiðar um málshöfðun vera byggðar á misskilningi „Samorka leitar ekki til neins. Það gera málsaðilar," segir Franz og vísar þar til Þeyrstareykja og Landsvirkjunar. Franz tekur hins vegar skýrt fram að iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, hefði fullyrt að úrskurður umhverfisráðherra myndi ekki hafa áhrif á tímaáætlanir varðandi álver á Bakka. „Ef að öll orð sem hafa fallið um að ekkert tefðist eru rétt þá munu Þeystareykir ekkert gera," segir Franz. Verði hins vegar töf á framkvæmdum muni Þeystareykir skoða vandlega þann möguleika að leita réttar síns.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira