Sport

Slæmur dagur hjá íslenska sundfólkinu - Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Erla Dögg Haraldsdóttir eftir 100 metra bringusundið.
Erla Dögg Haraldsdóttir eftir 100 metra bringusundið. Mynd/Vilhelm

Þrír íslenskir sundkappar voru í eldlínunni á Ólympíuleikunum í Peking í dag en því miður náði engin þeirra sér á strik í dag.

Sarah Blake Bateman keppti í 100 metra baksundi, Erla Dögg Haraldsdóttir í 100 metra bringsundi og Örn Arnarson í 100 metra baksundi. Öll eru þau Íslandsmetshafar í greinunum en öll voru talsvert frá sínu besta og langt frá því að komast áfram í undanúrslitin.

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var staddur í sundhöllinni í Peking og má sjá myndir hans hér fyrir neðan.



Sarah Blake Bateman var fyrst íslensku sundkvennanna til að keppa í Peking. Vilhelm Gunnarsson
Hún synti á áttundu braut í þriðja riðli og kom í áttunda sæti í mark. Vilhelm Gunnarsson
Bateman synti á 1:03,82 mínútum og varð í alls 41. sæti af 49 keppendum. Vilhelm Gunnarsson
Hún var tæpri hálfri sekúndu frá Íslandsmeti sínu sem hún setti í lok júnímánaðar. Vilhelm Gunnarsson
Erla Dögg Haraldsdóttir synti næst af íslensku keppendunum en hún var á fimmtu braut í þriðja riðli undanrásanna í 100 metra bringusundi. Vilhelm Gunnarsson
Hún náði sér ekki á strik og synti á 1:11,79 mínútum sem er rúmri sekúndu yfir Íslandsmeti hennar í greininni. Hún varð í 40. sæti af 49 keppendum. Vilhelm Gunnarsson
„Ég hef engan veginn fundið taktinn síðan ég kom hingað. Ég hélt það myndi kannski koma þegar út í alvöruna væri komið en því miður gerðist það ekki,“ sagði Erla Dögg í samtali við Vísi. Vilhelm Gunnarsson
Örn Arnarson keppti í 100 metra baksundi í dag sem hefur verið hans sterkasta grein á ferlinu. Hann var hins vegar langt frá sínu besta í dag. Vilhelm Gunnarsson
Örn átti mjög gott start eins og yfirleitt en hann náði ekki að fylgja því eftir og synti á 56,15 sekúndum. Hann varð í 35. sæti af 45 keppendum. Vilhelm Gunnarsson
„Ég átti von á að komast aðeins hraðar. Það var fleira vont en gott við þetta sund og ég á eftir að sjá betur hvað gekk illa,“ sagði Örn. Vilhelm Gunnarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×