Erlent

Staðfest að 153 létust í Madríd

Líkamsleifar þeirra sem fórust í flugslysinu á Barajasflugvellinum í Madríd í morgun fluttar í af slysstað. MYND/AFP
Líkamsleifar þeirra sem fórust í flugslysinu á Barajasflugvellinum í Madríd í morgun fluttar í af slysstað. MYND/AFP

Yfirvöld á Spáni hafa staðfest að 153 létu lífið og 19 slösuðust þegar flugvél spænska flugfélagsins Spanair fórst á Madrídarflugvelli í morgun.

Tölur um fjölda látinna eftir flugslysið voru á reiki í dag. Um borð í vélinni sem var á leiðinni til Las Palmas á Kanarí voru 172 einstaklingar. Þar af var 10 manna áhöfn.

Eldur kviknaði í öðrum hreyfli skömmu eftir að vélin hóf sig á loft.

Fyrr í dag sagði Rögnvaldur Hólmar Jónssonar, flugvirki hjá Icelandair sem var á flugvellinum, í samtali við Vísi að einhver vandamál hafi verið með vélina áður en tók á loft.








Tengdar fréttir

Flugslys á Madrídarflugvelli

Óttast er að sjö hið minnsta hafi látist og fjöldi manna slasast þegar flugvél í eigu spænska flugfélagsins Spanair fór út af flugbraut í flugtaki frá Madrídarflugvelli fyrr í dag.

,,Ótrúlegt að það skuli vera fólk á lífi"

Rögnvaldur Hólmar Jónsson, flugvirki sem starfar sem verktaki fyrir Icelandair, var á flugvellinum í Madríd þegar flugvél Spainair brotlenti þar í dag. Hann segir að það sé ótrúlegt að einhver skuli vera álífi eftir slysið.

Ekki vitað af Íslendingum um borð í spænsku vélinni

Ekki hafa borist fregnir af því að Íslendingur hafi verið um borð í flugvél Spainair sem brotlenti á Madrídarflugvelli í dag. Þetta segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingarfulltrúi utanríkisráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×