Erlent

Flugslys á Madrídarflugvelli

Óttast er að sjö hið minnsta hafi látist og fjöldi manna slasast þegar flugvél í eigu spænska flugfélagsins Spanair fór út af flugbraut í flugtaki frá Madrídarflugvelli fyrr í dag.

Vélin var á leið til Kanaríeyja eftir því sem flugmálayfirvöld á Spáni greina frá. Spænska blaðið El Mundo segir að 160 manns hafi verið í vélinni og að reykur hafi staðið upp úr henni eftir slysið. Spanair er í eigu norræna flugfélagsins SAS.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×