Innlent

Fangageymslur á Akranesi fylltust um helgina

MYND/HKr

Fangageymslur lögreglunnar á Akranesi fylltust um helgina og er það sjaldgæft eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar.

Þannig var að lögreglumenn úr Borgarnesi handtóku tvo menn að kvöldi laugardags sem þurfti að yfirheyra vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og önnur brot. Stuttu síðar voru fjórir menn handteknir vegna ölvunaraksturs og umferðaróhapps á Akrafjallsvegi. Þá voru allir klefar fullir og gott betur því á Akranesi eru fimm fangaklefar.

Þegar yfirheyrslum yfir tvímenningunum, sem lögreglumenn úr Borgarnesi höfðu í haldi, lauk og þeim var sleppt var einn til viðbótar handtekinn fyrir ölvunarakstur og þá fylltust fangageymslur aftur. Ekki var lokið við að tæma fangageymslur fyrr en um kl. 17 á sunnudeginum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×