Opnar heimili sitt til varnar Ölkelduhálsi Atli Steinn Guðmundsson skrifar 12. maí 2008 12:36 Á morgun eru síðustu forvöð að senda inn athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss vegna Bitruvirkjunar við Ölkelduháls. Lára Hanna Einarsdóttir, leiðsögumaður og þýðandi, hefur á bloggsíðu sinni vakið athygli á virkjunarframkvæmdum á þessu svæði og því hvernig staðið er að þeim í samkomulagi Ölfuss og Orkuveitu Reykjavíkur. „Samkomulagið er gert löngu áður en lögbundið ferli hófst við umhverfismat og breytingu aðalskipulags sem krafist er við svona miklar framkvæmdir, svo ekki sé minnst á hvað þær eru umdeildar," ritar Lára Hanna. Milli klukkan 15 og 19 í dag hyggst Lára Hanna hafa opið hús á heimili sínu að Vesturgötu 23 í Reykjavík og bjóða gestum og gangandi að undirrita athugasemdabréf sem hún hefur samið og liggja frammi. Vill Lára Hanna með þessu gera allt sem í hennar valdi stendur til að fyrirbyggja að Ölkelduhálssvæðinu, sem er á náttúruminjaskrá, verði breytt í iðnaðarsvæði. „Orkuveita Reykjavíkur ætlar að reisa fjölmargar jarðgufuvirkjanir. Þessar virkjanir nýta auðlindina mun verr en jarðvarmavirkjanir. Jarðgufuvirkjun framleiðir eingöngu rafmagn, hún dælir vatninu bara ofan í jörðina aftur," útskýrir Lára Hanna og bætir því við að Ölkelduhálsinn sé slík náttúruperla að hann megi ekki eyðileggja. Sýnishorn af því fallegasta í íslenskri náttúru „Þarna er gríðarlega fallegt útsýni, meðal annars yfir Þingvallavatn. Í raun má þarna sjá sýnishorn af öllu því fallegasta í íslenskri náttúru, rétt við túnfót Reykjavíkur. Þessu svæði erum við að reyna að bjarga frá því sem við teljum vera ástæðulausa virkjun," segir Lára Hanna og býður öllum sem áhuga hafa að kynna sér málið á bloggsíðu hennar, larahanna.blog.is, og vefsíðunni hengill.nu. „Þessar virkjanir koma til með að spúa frá sér brennisteinsvetni og Hveragerði er þarna alveg ofan í. En auk þess berst þetta yfir allt suðvesturhornið. Íbúar í Austurbæ Reykjavíkur eru farnir að finna fyrir þessu frá Hellisheiðarvirkjun. Orkuveitan segist ætla að hreinsa þetta en aðferðirnar sem þeir ætla að nota eru enn á tilraunastigi svo þeir vita ekkert hvað kemur út úr því. Auk þess viðurkenna þeir að þeir hreinsa ekki á framkvæmdatíma. Þetta er nú þessi hreina orka sem allir eru að tala um, fyrir utan hljóð- og sjónmengun," segir Lára Hanna að lokum, ómyrk í máli. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Á morgun eru síðustu forvöð að senda inn athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss vegna Bitruvirkjunar við Ölkelduháls. Lára Hanna Einarsdóttir, leiðsögumaður og þýðandi, hefur á bloggsíðu sinni vakið athygli á virkjunarframkvæmdum á þessu svæði og því hvernig staðið er að þeim í samkomulagi Ölfuss og Orkuveitu Reykjavíkur. „Samkomulagið er gert löngu áður en lögbundið ferli hófst við umhverfismat og breytingu aðalskipulags sem krafist er við svona miklar framkvæmdir, svo ekki sé minnst á hvað þær eru umdeildar," ritar Lára Hanna. Milli klukkan 15 og 19 í dag hyggst Lára Hanna hafa opið hús á heimili sínu að Vesturgötu 23 í Reykjavík og bjóða gestum og gangandi að undirrita athugasemdabréf sem hún hefur samið og liggja frammi. Vill Lára Hanna með þessu gera allt sem í hennar valdi stendur til að fyrirbyggja að Ölkelduhálssvæðinu, sem er á náttúruminjaskrá, verði breytt í iðnaðarsvæði. „Orkuveita Reykjavíkur ætlar að reisa fjölmargar jarðgufuvirkjanir. Þessar virkjanir nýta auðlindina mun verr en jarðvarmavirkjanir. Jarðgufuvirkjun framleiðir eingöngu rafmagn, hún dælir vatninu bara ofan í jörðina aftur," útskýrir Lára Hanna og bætir því við að Ölkelduhálsinn sé slík náttúruperla að hann megi ekki eyðileggja. Sýnishorn af því fallegasta í íslenskri náttúru „Þarna er gríðarlega fallegt útsýni, meðal annars yfir Þingvallavatn. Í raun má þarna sjá sýnishorn af öllu því fallegasta í íslenskri náttúru, rétt við túnfót Reykjavíkur. Þessu svæði erum við að reyna að bjarga frá því sem við teljum vera ástæðulausa virkjun," segir Lára Hanna og býður öllum sem áhuga hafa að kynna sér málið á bloggsíðu hennar, larahanna.blog.is, og vefsíðunni hengill.nu. „Þessar virkjanir koma til með að spúa frá sér brennisteinsvetni og Hveragerði er þarna alveg ofan í. En auk þess berst þetta yfir allt suðvesturhornið. Íbúar í Austurbæ Reykjavíkur eru farnir að finna fyrir þessu frá Hellisheiðarvirkjun. Orkuveitan segist ætla að hreinsa þetta en aðferðirnar sem þeir ætla að nota eru enn á tilraunastigi svo þeir vita ekkert hvað kemur út úr því. Auk þess viðurkenna þeir að þeir hreinsa ekki á framkvæmdatíma. Þetta er nú þessi hreina orka sem allir eru að tala um, fyrir utan hljóð- og sjónmengun," segir Lára Hanna að lokum, ómyrk í máli.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira