Innlent

Pósthússtræti lokað vegna blíðviðris



Pósthússtræti hefur verið lokað fyrir bílaumferð vegna veðurblíðu. Tilgangur lokunarinnar er að gera Austurvöll þægilegri fyrir gangangi gesti og hjólreiðafólk en heimilt er að gefa þessum hópum meira rými meðfram Austurvelli á góðviðrisdögum.

"Eitt af grænu skrefunum í Reykjavík felst í því að skapa lifandi og skemmtilega borg fyrir fólk. Liður í því er að loka Pósthússtræti fyrir bílaumferð á góðviðrisdögum meðfram Austurvelli og skapa betra rými fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Suma góðviðrisdaga geta gestir og gangandi jafnvel átt von á uppákomum til að mynda í formi tónlistar. Fólk safnast gjarnan saman síðdegis við Austurvöll til að sýna sig og sjá aðra, skiptast á skoðunum eða til að njóta.

Líkur eru á annarri lokun á morgun því veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu til kl. 18.00 á morgun föstudag," segir í frétt frá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×