Innlent

Norrænir forsætisráðherrar funda í Svíþjóð

Geir H. Haarde situr fund ráðherranna.
Geir H. Haarde situr fund ráðherranna.

Norrænu forsætisráðherrarnir hittast á óformlegum fundi á sunnudag og mánudag við Göta-skurðinn í Svíþjóð til að ræða ýmis mál.

Í tilkynningu frá Norrænu ráðherranefndinni kemur fram ráðherrarnir sitji allir fundinn sem er árlegur. Þar verður meðal annars rætt um Eystrasaltssamstarfið, viðbrögð við alþjóðlegu hættuástandi, hnattvæðingu og Evrópumál.

Þar sem Svíar fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári er Fredrik Rheinfeldt forsætisráðherra gestgjafi fundarins í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×