Innlent

Hækkandi eldsneytisverð kemur niður á akstri lögreglubíla

Hækkandi eldsneytisverð er farið að koma hart niður á rekstri lögregluembætta á landinu og nýverið beindi Ríkislögreglustjóri því til lögregluembætta að draga úr akstri lögreglubíla eins og kostur væri.

Stefán Eiríksson lögreglustjóri í Reykjavík segir í viðtali við Fréttablaðið að ef ekki fáist aukafjárveiting vegna aukins eldsneytiskostnaðar verði að draga úr akstri eða fækka bílum.

Talið er að rekstur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fari 25 milljónir króna fram úr áætlun á þessu ári miðað við óbreyttan akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×