Sport

Isinbayeva bætti heimsmetið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Yelena Isinbayeva.
Yelena Isinbayeva.

Rússneski stangarstökkvarinn Yelena Isinbayeva bætti í dag eigið heimsmet í greininni. Hún vann keppnina í stangarstökki á Ólympíuleikunum þegar hún fór yfir 5,05 metra.

Hún bætti þar með gamla metið um einn sentimetra en það met var mánaðar gamalt. Jenn Stuczynski frá Bandaríkjunum vann silfurverðlaunin og Svetlana Feofanova bronsið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×