Innlent

Steingrímur vill að aðdragandi Baugsmálsins verði upplýstur

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon formaður VG.

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna vill að aðdragandi Baugsmálsins verði upplýstur. ,,Ég tók undir það á sínum tíma að það þyrfti að upplýsa um aðdraganda málsins og ég er enn sama sinnis." Upphaf málsins var ,,umlukið ákveðinni dulúð" og Steingrímur segir að það væri ,,gagnlegt að fá fram bakgrunn málsins og draga af því lærdóm." Hann bendir þó á að í dómi Hæstaréttar hafi verið sakfelling og því verði ,,fólk að gæta að fella ekki einhliða dóma í framhaldinu þó niðurstaðan hafi verið ansi rýr."

Lúðvík Bergvinsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar telur að ríkissaksóknari eigi að taka málið upp. Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sagði fyrr í dag í samtali við Vísi að það standi ,,ekki til og hefur ekki verið rætt sérstaklega" að taka málið upp.

Boltinn hjá Samfylkingunni

Steingrímur kallar eftir viðbrögðum frá Samfylkingunni og segir að þingmenn flokksins hafi flutt ófáar tillögur um rannsóknarnefndir. ,,Nú hefur flokkurinn meirihlutann til þess koma þeim á legg ef hann fær Sjálfstæðisflokkinn til að fallast á það. Eða stjórnarandstöðuna því það stæði væntanlega ekki á okkur."

Ríkjandi meirihluti ræður ferðinni hverju sinni

Steingrímur segir að þingið hafi í sjálfu sér öll þau tæki sem þurfi og ,,auðvitað gæti dómsmálaráðherra beitt sér ef hann vildi." Aftur á móti segir Steingrímur að veruleikinn sé oft einfaldur. ,,Ríkisstjórnir undangengina áratuga hafa aldrei haft neinn áhuga á að þingið beitti sér í málum af þessu tagi og hafa ævinlega notað meirihluta sinn til að koma í veg fyrir það. Þess vegna er þingið af þessu leyti veikara hér á landi en í nálægum löndum."


Tengdar fréttir

Ríkissaksóknari rannsakar ekki Baugsrannsókn

Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari segir að embættið muni ekki rannsaka aðdraganda Baugsmálsins og hvernig farið var með lögreglu- og ákværuvald í málinu. ,,Það stendur ekki til og hefur ekki verið rætt sérstaklega."

Vill rannsaka rannsókn Baugsmálsins

Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, vill sjálfstæða rannsókn á Baugsmálinu. "Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds og eðlilegt að hann myndi stjórna rannsókn á málinu," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×