Innlent

Rafbyssur fá góðan hljómgrunn á heimasíðu lögreglumanna

Gestir heimasíðu landssambands lögreglumanna virðast frekar hlynntir því að lögreglumenn rafbyssuvæðist.
Gestir heimasíðu landssambands lögreglumanna virðast frekar hlynntir því að lögreglumenn rafbyssuvæðist.

Landssamband lögreglumanna stendur nú fyrir skoðannakönnun á heimasíðu sinni þar sem almenningi er gefinn kostur á að láta skoðun sína í ljós varðandi rafbyssur. Nokkur umræða hefur verið um málið að undanförnu og sitt sýnist hverjum. Enn er hægt að kjósa, en eins og staðan er í dag er meirihluti þáttakenda sammála því að lögreglan rafbyssuvæðist.

56 prósent þáttakanda segjast styðja það að lögregla vopnist rafbyssum. Tæp 40 prósent segjast vera andvíg hugmyndinni og 3.5 prósent sem taka þátt segjast ekki hafa myndað sér skoðun á málinu.

2519 hafa tekið þátt í könnuninni og hófst könnunin þann 26. maí síðastliðinn. Hér er hægt að taka þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×